Það flæðir,
því mér blæðir blóði, peningum og tilfinningaflóði.
Það flæðir blóði, því ég er kona.
Ég er svona kona.
Ég er svona kona sem vælir þegar það flæðir.
Ég leitaði mér hjálpar og fékk ráð;
„Þeigiðu og láttu ekki eins og þú sért svona hrjáð!“
„Tyggðu verkjatöflur og áfram gakk“
Takk… takk..
Vissulega þakklát fyrir verkjatöflurnar,
Gæti ekki gengið, setið eða kúkað án þeirra.
En er virkilega ekki til betri lausn? Hvernig munu aukaverkanirnar hafa áhrif á mig seinna?
Hugsa stundum „hvað ef?“
„Hvað ef karlar færu á túr?“
Væri hlustað á þeirra þref?
Eða væri það afgreitt sem kerlingarstef?
Eða væri lausnin fundin?
Væru þeir með auka frídag?
Væri fólk almennt tillitssamara?
Og myndu túrvörur kosta pening?
Og myndu konur neita að sofa hjá þeim?
— — —
Styrkir þú Vía?
Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.
Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.
Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.
Styrkja Vía
** Kíktu við á
Uppskeru, listamarkaðinn okkar **