Ég kynntist sjálfri mér á vindsæng,
veltandi um Miðjarðarhafið.
Tárin runnu niður vangana.
Vínið sagði til sín og opnaði hjartað,
opnaði sálina
sem geislaði mót sólinni.
Hæ hér er ég.
Gaman að kynnast þér.
Passaðu vel upp á mig.
Ég er til fyrir mig.
Ég þarf að passa upp á mig.
Ég er ég.
–
Ég: Hæ, mig langar að kynna þig fyrir manneskju.
Eg: Ok.
Ég: Hún er stundum svolítið brothætt.
Eg: Ok.
Ég: Þú þarft að hugsa vel um hana. Gefa henni góðan mat og passa að henni líði vel.
Eg: Ok.
Ég: Hún á það til að hugsa illa um sig, gráta að minnsta tilefni og hún heldur að allt sé ömurlegt. Það gerist svona sirka einu sinni í mánuði.
Eg: Og hvað á ég að gera þá?
Ég: Þá áttu að vera henni innan handar. Henni finnst gott að fá súkkulaði og knús. Passaðu að það sé nóg af því til staðar.
Eg: Ok, og hvað fleira?
Ég: Hana langar að rækta listrænu hliðina í sér. Passaðu að hún sinni því inn á milli.
Eg: Ég skal passa það. Hver er svo þessi manneskja?
Ég: Það ert þú sjálf!
Eg: Ha? Nei ég hef það fínt.
Ég: Þú heldur það kannski en þú þarft að passa upp á þig sjálfa jafn vel og þú passar upp alla í kringum þig.
Eg: Ó, er það?
Ég: Já, þú þarft fyrst að setja á þig súrefnisgrímuna áður en þú setur hana á aðra.
Eg: Ha?
Ég: Svona eins og í flugvélum. Fyrst að passa upp á þig áður en þú ferð að hugsa um aðra.
Eg: Já, ok ég skil.
Ég: Og ætlaru að passa upp á þetta?
Eg: Já eins og ég get. Ég ætla að gera mitt besta!