Ljóð: Ég

19. febrúar 2019

Höfundur:
Anna Helga Guðmundsdóttir
@annahelgu
   

Ég kynntist sjálfri mér á vindsæng,
veltandi um Miðjarðarhafið.
Tárin runnu niður vangana.
Vínið sagði til sín og opnaði hjartað,
opnaði sálina
sem geislaði mót sólinni.
Hæ hér er ég.
Gaman að kynnast þér.
Passaðu vel upp á mig.
Ég er til fyrir mig.
Ég þarf að passa upp á mig.
Ég er ég.

Ég: Hæ, mig langar að kynna þig fyrir manneskju.
Eg: Ok.
Ég: Hún er stundum svolítið brothætt.
Eg: Ok.
Ég: Þú þarft að hugsa vel um hana. Gefa henni góðan mat og passa að henni líði vel.
Eg: Ok.
Ég: Hún á það til að hugsa illa um sig, gráta að minnsta tilefni og hún heldur að allt sé ömurlegt. Það gerist svona sirka einu sinni í mánuði.
Eg: Og hvað á ég að gera þá?
Ég: Þá áttu að vera henni innan handar. Henni finnst gott að fá súkkulaði og knús. Passaðu að það sé nóg af því til staðar.
Eg: Ok, og hvað fleira?
Ég: Hana langar að rækta listrænu hliðina í sér. Passaðu að hún sinni því inn á milli.
Eg: Ég skal passa það. Hver er svo þessi manneskja?
Ég: Það ert þú sjálf!
Eg: Ha? Nei ég hef það fínt.
Ég: Þú heldur það kannski en þú þarft að passa upp á þig sjálfa jafn vel og þú passar upp alla í kringum þig.
Eg: Ó, er það?
Ég: Já, þú þarft fyrst að setja á þig súrefnisgrímuna áður en þú setur hana á aðra.
Eg: Ha?
Ég: Svona eins og í flugvélum. Fyrst að passa upp á þig áður en þú ferð að hugsa um aðra.
Eg: Já, ok ég skil.
Ég: Og ætlaru að passa upp á þetta?
Eg: Já eins og ég get. Ég ætla að gera mitt besta!






— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: