Rethinking the Little Mermaid: Listaspjall við Kolbrúnu Ingu Söring.

9. júlí

Höfundur:
Gunnhildur Þórðardóttir
   



Kolbrún Inga Söring er búsett í Gautaborg þar sem hín hefur lagt stund á listsköpun á meistarastigi í listadeild HDK-Valandakademíunnar sem er hluti af Gautaborgarháskóla. Hín útskrifaðist frá Ljósmyndunarskóla Íslands 2012 og flutti þaðan til Hollands þar sem hín útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Utrecht (Hogeschool voor de Kunsten Utrecht) árið 2016. Kolbrún Inga hefur unnið mikið með kynhlutverk og mýtur í list sinni, meðal annars með verkið sitt, Rethinking the Little Mermaid, sem var útskriftarverkefni híns frá Gautaborgarháskóla, verk sem hín hefur unnið með og að frá því hín byrjaði í listaháskólanum í Valand.

Í verki sínu setur Kolbrún spurningamerki við hinar gegnumsýrðu sís-heteronormatífu birtingarmyndir kynja í samfélaginu með því að skoða hvernig hinar ýmsu mýtur hafa verið gegnumgangandi í samfélaginu, sérstaklega Queer–mýtur. Þannig beinir hín sjónum áhorfenda að rótgrónum birtingarmyndum og byggingu á hegemónískum háttum út frá menningar– og samfélagslegu sjónarhorni. Útgangspunktur verksins er saga Hans Christian Andersen, Litla hafmeyjan, sem hín endurbyggir út frá sínum eigin veruleika og upplifunum í gegnum transhýra kynsegin linsu. 

En hvernig kom hugmyndin að verkinu?

„Ég vissi hvað ég vildi vinna með og snerta á en ekki hvaða leið ég vildi fara. Ég var óörugg hvernig ég ætti ad fara að þessu verkefni, enda er ég meiri „do”-er og er ekki með akademískan bakgrunn. Ég var búin að skrifa marga persónulega texta þannig að kennarinn minn hvatti mig til þess að nota þá. Út frá textunum náði ég svo að komast á annan stað þar sem ég fann mig í autoteoríunni (e. autotheory). Þessi aðferð bjargaði mér í listsköpun minni.

Autoteoría snýst um að taka eitthvað og endurhugsa það út frá eigin upplifunum. Þetta má kalla nokkurs konar femíníska skrifaðferð sem hefur persónulegar og líkamlegar upplifanir í forgrunni. Fólk notar þannig eigin upplifanir til að breyta því sem hefur hingað til verið hlutgert og aðferðin snýst um að manneskjur geti sagt sögur sínar sjálfar en ekki í gegnum raddir annarra. Með þessari aðferðafræði er hægt að kafa djúpt ofan í fastar samfélagsformgerðir og skoða samfélagið í gegnum eigin reynsluheim.

Ég upplifði mig sem nokkurs konar „villain“ (sem ég kýs að nota frekar en íslensku orðin „illmenni“ eða „skúrkur“, þar sem mér finnst þau hafa aðra áherslu). Í tengslum við þessa upplifun byrjaði ég að hugsa mikið um Úrsúlu úr Litlu hafmeyjunni og endurskrifaði lagið hennar. Þetta var nokkurs konar „reclaiming the villain“ eða „queering the queer villain“ [sem á íslensku gæti útlagst sem „endurreisn skúrksins“ – já, íslensku þýðingarnar ná ekki alveg utan um þetta…]. Úrsúla, ásamt flestum öðrum skúrkum í Disney eru queer-coated eða queerbaiting [það er, að það eru ákveðnar tilvísanir í hýrleika persónunnar, án þess að sýna afdráttarlausan hinseginleika, til að mynda að sýna annað en gagnkynhneigð ástarsambönd].

Ég gerði sem sagt karókígjörning út frá laginu sem ég hafði endurskrifað og ætlaði að gera mismunandi lög [frá Disneyskúrkum] en eftir ad hafa horft aftur á Litlu hafmeyjuna áttaði ég mig á því að Aríel er hinn eini sanni skúrkur. Ég kafaði dýpra inn í sögu og gerð teiknimyndarinnar en hafði autoteoríuna ávallt á bak við eyrað þegar ég fór í gegnum efnið og var með mína eigin reynslu í brennidepli.”  

En hvað er það við Litlu hafmeyjuna sem kveikti áhuga þinn á að kafa dýpra í það verk?

„Fyrir mig var það að taka þessa sögu sem er búin að vera undir sís-heteronormatívu sjónarmiði lengi, um þessa stelpu sem vill giftast og gerir hvað sem er fyrir ástina. Það eru margar ástæður fyrir því hvernig túlkunin á þessari sögu hefur verið í gegnum tíðina, en saga H.C. Andersen getur túlkast á marga vegu, til dæmis sem coding for safety, enda var ólöglegt að vera hýr á tímum Hans Christians. Sagan hefur því breyst í gegnum tímans rás, bæði hefur hún verið barnvædd gegnum Disney og notuð í myndlistinni, t.d. í styttu Edvard Eriksen á Löngulínu í Kaupmannahöfn og verki Elmgreen & Dragset, Han, í Helslingør.

Kolbrún Inga hefur unnið mikið með kynhlutverk og mýtur í list sinni, meðal annars með verkið sitt, Rethinking the Little Mermaid, sem var útskriftarverkefni híns frá Gautaborgarháskóla, verk sem hín hefur unnið með og að frá því hín byrjaði í listaháskólanum í Valand.

Það hefur orðið til mjög stór mýta um litlu hafmeyjuna sem tengist inn í Rethinking the Little Mermaid, um hvernig líkamar mega vera í opinberum rýmum. Það er ákveðin ummyndun (e. tranformation) sem á sér stað í sögu litlu hafmeyjunnar, bæði í sögunni sjálfri en einnig eftir að ég var búin að horfa á myndina og uppgötvaði að Aríel getur verið túlkuð sem illmennið í sögunni. Ég byrjaði að sjá Úrsúlu sem aukna auðlind eða húsmóður [mother of a house í hinsegin fjölskyldum sem tóku að sér krakka sem var hent út af eigin heimilum]. Og að hinn eini sanni skúrkur er samfélagið sjálft. En mín upplifun hefur verið að ég sé skúrkur utan míns hópsar, með því við að brjóta samfélagsstaðla, og ég byrjaði að hugsa um Aríel og Úrsúlu í gegnum þá linsu og minn veruleika,  sem og þær afleiðingar sem afþreyingarmiðlar hafa haft á framsetningu á hinsegin fólki. Í gegnum tíðina hefur  það verið ólöglegt að vera hýr og fólk þurfti samt sem áður að geta séð sjálft sig, og margt kvikmyndagerðarfólk laumuðu því hýrkóðum inn, hvort sem það hafi verið meðvitað eða ekki, var kannski eina leiðin til að fá hinsegin inn í dægurmenningu að hinseginvæða skúrkana, sem hafði auðvitað mjög neikvæðar afleiðingar (í framsetningu á staðalímyndum af queer).“

Verkið, Rethinking Little Mermaid, samanstendur af hinum ýmsu miðlum, tónlistarmyndböndum, handriti, Google Docs–skjali, gjörningum og fleiru. Hvernig hefur það ferli verið, að vinna með sama verkið í svona mörgum mismunandi sniðum?

„Í byrjun var ég undir miklum áhrifum frá Evu Weinmayr, sem skrifaði doktorsritgerðina sína í myndlist á Wikipedia og prentaði hana svo út. Hugmyndin var fyrst að gera líka Wikipedia–síðu, eðda svona „open source“ eða Mediawiki, en ég hætti við þá hugmynd. Vid vorum mikið að vinna í Google Docs og út frá því ákvað ég að nota það í list minni. Mér fannst mjög áhugavert að geta sýnt pælingar, hugsanir og yfirstrikanir. Að gera þessa þróun sýnilega og leyfa öðrum að taka þátt, breyta og nota.

Þetta verk er búið að fara í gegnum svo mörg tímabil. Þetta varð nánast að nokkurs konar sjálfsþróunarvinnu. Fyrst vann ég í gjörningnum og svo í sjálfu handritinu. Þar af leiðandi byrjaði ég að pæla í því hvernig ég vildi líta út og hvernig ég gæti gert það að veruleika og fundið verkfærin til þess. Ég sé þetta verk ekki sem einhverja endastöð og verkið hefur þróast með tímanum. Ég hef gert mismunandi gjörninga út frá mismunandi hlutum verksins og í gegnum mismunandi miðla. Það er afar áhugavert að sjá hvernig hið sjónræna þróast líka og breytist eftir því hvaða miðlum er unnið á. Í sjálfu ferlinu fer maður gegnum mörg þrep í framsetningu og skilningi – að komast inn á það rétta fyrir þær hugmyndir sem ég vil koma á framfæri. En það áhugaverðasta er það sem gerist á leiðinni.“

Hverju hefur þú verið að vinna með nýlega?

Núna er ég í einu tónlistarverkefni sem snýst um að erótíkvæða tölvunotkun. Einnig er ég að vinna að hljóðverki fyrir GIBCA  (Gautaborgartvíæringnum), GIBCA-extended þar sem ég er að gera hljóðverk fyrir strætólínu sem verður sýnt í september. Ég er einnig í ‚Teaching to transgress the toolbox‘ sem er samstarfsverkefni þriggja skóla í Evrópu, og snýst um að geraskólastofan aðgreiningarlausari skólastofu, þar sem ólíkir vinnuhópar vinna að hinum ýmsu atriðum sem snúa að skólastofu án aðgreiningar, þar vinn ég í „pronoun – go-round“ hóp um notkun persónufornafna. Aðallega er ég þó upptekin við Status Queer, sem eru samtök sem ég og vin mitt (Sam Message)ur minn byrjuðum hér í Gautaborg, vegna skorts á vettvangi fyrir hinsegin menningu. Ég er í auknum mæli að færast út í skipulagningu hinsegin viðburða, þar sem við í Status Queer munum vera með ýmsa menningarviðburði, bari og gjörningakvöldtónleika hér í Gautaborg.

Ég er líka með gjörningahátíð, EInqueery: Festival of Queer Curiosity, sem var í raun hluti af útskriftarverkefni mínu frá Valand. Mér fannst ekki rétt að tala um sjálfsímynd og bara setja verkið mitt inn, þess vegna bjó ég til þessa hátíð og bauð hinsegin listafólki sem er að vinna með svipuð þemu, svo þau gætu nýtt vettvanginn minn. Hlutverk listamanneskju er nokkuð sem er mér hvað efst í huga í augnablikinu. Stöðu listamannsins fylgir gífurleg ábyrgð og það er mikilvægt að skapa rými fyrir aðrar raddir.“






— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Vía mælir með
Cravings