International Womxn’s Day

10. mars 2020

Höfundur:
Ritstjórn Flóru

   

Á sunnudaginn síðastliðinn var Alþjóðlegur baráttudagur kvenna (e. International Womxn’s Day). Við í ritstjórn Flóru fögnuðum deginum í þremur mismunandi löndum


Í Kaupmannahöfn var býsna margt um að vera. Brostnar vonir Elinóru um að sjá pallborðsumræður tileinkaðar femínisma minnihlutahópa, þar sem mun færri komust að en vildu.

Kvöldinu hennar var því varið á baráttusamkomu kvenna þar sem m.a. sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Helga Hauksdóttir steig í pontu og ræddi jafnréttismál og kvennakórinn eldaði mat fyrir viðstadda.  Þegar dagur var að kvöldi kominn og Elinóra kyssti börnin sín góða nótt eftir annasaman dag, spurði sonur hennar „mamma, afhverju vorum við pabbi einu strákarnir í dag?“


Í Rotterdam í Hollandi komu druslur saman og kröfðust lífs án ofbeldis og misréttis. Áhersla skipuleggjenda hollensku druslugöngunnar (e. Slutwalk) var á hópa sem hefur verið þrýst út á jaðarinn og voru pallborðsumræður í lok göngunnar þar sem öryggi minnihlutahópa var rætt af fólki úr minnihlutahópum. Kraftmikill og tilfinningaþrunginn dagur þar sem Eva lærði heilmargt.






— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: