Íslenska mannflóran: 2. Saklaus rasismi

9. desember 2020

Höfundur:
Chanel Björk Sturludóttir
@mannfloran
   

Er kynþáttahyggja nýtt fyrirbæri á Íslandi? Hafa þessar hugmyndir og fordómar gagnvart kynþáttunum borist til Íslands með aukinni hnattvæðingu? Eða á þetta vandamál djúpstæðar rætur í íslenskri menningu sem þjóðin hefur ekki áttað sig á? Chanel Björk Sturludóttir hittir Kristínu Loftsdóttur mannfræðing í leit sinni að svörum við þessum spurningum. Hún ræðir einnig við Dýrfinnu Benitu Basalan um hennar upplifun af kynferðislegum kynþáttafordómum vegna uppruna síns sem Íslendingur af asískum uppruna og Kjartan Páll Sveinsson segir frá kerfisbundnum rasisma hér á landi, þá sérstaklega í garð innflytjenda.

Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.
Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.






— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Allir þættir í seríu
Íslenska mannflóran: 4. Útlendingaandúð í fjölmenningarsamfélagi
Íslenska mannflóran: 3. Menningarnám eða menningarást
Íslenska mannflóran: 2. Saklaus rasismi
Íslenska mannflóran: 1. Rasismi snertir okkur öll
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjasta á Vía
Afmælisrit Vía

Mælum með
Líkamar brúnna kvenna eru ekki til sýnis