Þjónusta fólk sem bíður eftir innlögn á Vogi með smáforritinu Electra

16.október 2020

Höfundur:
Ritstjórn

   

Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn á sjúkrahúsinu Vogi aukist hratt. Vegna mikillar aðsóknar er algengt að fólk þurfi að bíða lengi eftir innlögn eða hátt í 300 daga. Á meðan á bið stendur er litla sem enga þjónustu að fá. Það er því brýn þörf á að bæta þjónustu við þessa einstaklinga sem að glíma við þennan alvarlega sjúkdóm.


Í sumar fékk teymið á bak við Electra styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að hanna frumgerð að hugbúnaði sem aðstoðar fólk um leið og það leggur inn innlagnarbeiðni. Frumgerðin var unnin í nánu samstarfi við starfsfólk SÁÁ og einstaklinga sem hafa reynslu af því að bíða eftir innlögn á Vogi. Hugbúnaðurinn er í formi smáforrits en í því má finna ýmis tæki og tól sem aðstoða einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm hvort sem það er fyrir, eftir eða í stað innlagnar óháð því hvar á landinu þau eru búsett. Smáforritið er aðlagað að sérþörfum hvers og eins ásamt því að benda skjólstæðingum á úrræði sem í boði eru. Með notkun smáforrits eru því auknar líkur á að skjólstæðingar fái meðferð við hæfi og betri þjónustu.

Teymið á bakvið Electra samanstendur af 4 ungum konum, þeim Þórdísi Rögn Jónsdóttur, Sunnevu Sól Ívardóttur, Ísól Sigurðardóttur og Þórdísi Tryggvadóttur. Allar eru þær ýmist nýútskrifaðar eða komnar langt á veg með grunnám í tölvunarfræði eða verkfræði og eiga það sameiginlegt að vilja nota þekkingu sína til að bæta líf annara. Þrátt fyrir einhæfa menntun innan teymisins eru þær hver og ein einstakar á sinn hátt, með mismunandi styrkleika og mynda þar af leiðandi frábært teymi. 





Afhverju ætti Electra að vinna Gulleggið?

„Eins og við höfum komist að í gegnum samstarfið við SÁÁ er gríðarlega mikil þörf á lausn sem þessari fyrir þá einstaklinga sem glíma við fíkn.  Þetta er málefni sem að snertir ekki bara þennan hóp einstaklinga heldur heldur líka vini og vandamenn , það mætti því segja að málið varði alla Íslenginga. Í framtíðinni sjáum við einnig tækifæri í að breikka markhópinn og aðlaga lausnina að fleiri stöðum í heilbrigðiskerfinu.  Með því að vinna Gulleggið 2020 erum við  komin skrefinu nær okkar markmiði sem er þessa stundina að bæta lífsgæði þeirra einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm og mögulega seinna meir þeirra sem glíma við aðra sjúkdóma.“







— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Vía mælir með
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn