Endurnýtt líf

11.september 2020

Höfundur:
Elinóra Guðmundsdóttir
@Elinoragud
@elinoragudmunds
   

Í dag kom út tímaritið Endurnýtt Líf sem gefið er út af rauðakrossinum. Tímaritið er annað tölublaðið í seríunni en það fyrsta kom út í október 2019. Í tímaritinu má meðal annars finna viðtal við Hrefnu Björg Gylfadóttur sem hefur skapað sér nafn í umræðunni um umhverfisvernd og er og Guðjón Ketilsson sem er Myndlistamaður ársins 2020 þar sem fókusinn er aðallega á þau verk þar sem hann notast við svokallað fundið efni og uppvinnslu hráefnis í sambandi við listsköpun hans. Þá er jafnframt rætt við Darren Mark sem er fatahönnuður sem hefur verið að vinna með notaðan textíl í sinni hönnun, ljósmyndaþátt eftir nemendur Ljósmyndaskólans ásamt fleira áhugaverðu efni.

Hildur Mist, fatahönnuður, er ritstjóri tímaritsins og við báðum hana að segja okkur meira frá þessu framtaki. „Blaðið er tískutímarit með áherslu á endurnýtingu og umhverfisvernd eins og nafnið gefur til kynna. Það er ætlað til þess að vekja fólk til umhugsunar um eigin neyslu og áherslan er auðvitað líka á að auglýsa Rauðakrossbúðirnar, en ég vinn einnig sem rekstrarstjóri Rauðakrossbúðanna á höfuðborgarsvæðinu.“ Hildur segir markmiðið aðallega vera að vekja fólk til umhugsunar um eigin neyslu og sýna hversu mikið af gersemum er að finna í búðum með notaðan fatnað. Hún vill með blaðinu auka sýnileika, ná til stærri hóps viðskiptavina og að fleiri komist upp á lagið með að kaupa notaðan varning, „best væri auðvitað að sem flestir myndu byrja á því að reyna að finna það sem þá vantar notað áður en farið er í „venjulega“ verslun.”

Í Rauðakrossbúðunum er hægt að finna allt á milli himins og jarðar. Aðallega fatnað og fylgihluti en í stærri verslunum eins og í Mjódd og á Laugavegi 116, við Hlemm, má finna töluvert meira vöruúrval. T.d. eru barnaföt og leikföng í báðum þeim búðum, bækur, geisladiskar, mynddiskar og húsbúnaður, og í Mjódd er einnig gott úrval af vefnaðarvöru, garni og annarri vöru til hverskonar handavinnu. „Við erum með stóran hóp viðskiptavina sem kemur reglulega í Mjóddina til þessa að kaupa slíkt.”

Hildur vill hvetja sem flesta til að koma við í Rauðakrossbúðunum um land allt og gefa því séns að kaupa notaðar vörur frekar en nýjar. „T.d getur fólk byrjað á því að setja sér markmið til skemmri tíma að kaupa ekki nýjar vörur og séð hvernig það gengur. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um eigin neyslu og byrja smátt og smátt að breyta neysluhegðuninni. Þegar þú kaupir vörur hjá Rauða krossinum öðlast þær endurnýtt líf, þú stuðlar að umhverfisvernd, buddan verður þyngri og síðast en ekki síst styður þú við mannúðarmál, en allur ágóðinn nýtist 100% í mannúðarmál.”

Ritstjórnin tekur heilshugar undir skilaboð Hildar og hvetur alla til að skoða tímaritið, en það er aðgengilegt hér.






— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: