fbpx

Ljóð: Pláss

14. mars 2019

Höfundur:
Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
@kaerleikurinn
   

ég skar af mér höndina
svo þú fengir pláss.
ég sleit hárið mitt af
eitt, og eitt í einu
því þig klæjaði undan því.

ég plokkaði úr mér augun
svo ég sæi ekki gallana.
ég afneitaði mér hamingju
með glöðu geði
því þín var í fyrirrúmi.

en það var ekki nóg.
þú þurftir meira pláss,
minna hár,
heyrnarleysi á gallanna
og allt sem ég átti.







Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: