Verslaðu við Söru hér á Uppskeru Listamarkaði.
Sara Elísabet er búsett í Svíþjóð ásamt unnusta sínum og dóttur. Sköpun hefur verið partur af hennar hversdagsleika frá því hún man eftir sér. Að teikna á mála færir henni ró og er hennar leið til að gleyma amstri dagsins. Þegar hún teiknar gleymir hún öllu öðru og getur gleymt sér í því klukkutímunum saman. Hún sækir innblástur í náttúruna og dýraríkið, og finnst gaman að prófa sig áfram með mismunandi efnisvið þó hún vinni mest með svarta penna og vatnsliti.
„Ég hafði nýlokið við að skrá mig í kennaranám þegar ég fann gamalt grunnskólaverkefni þar sem ég átti að svara því hvar ég héldi að ég yrði stödd í lífinu eftir 30 ár. Ég hafði svarað því að ég yrði orðin móðir og myndlistakennari því mig langaði að hvetja og sýna krökkum að allir geti skapað og orðið listamenn. Það er einmitt það sem ég elska við list, að við getum öll skapað. Það er bara finna efnivið, stíl og viðfangsefni sem höfðar til manns. Svo er það bara viljinn, áhuginn og æfingin sem skipta máli. Í dag er ég móðir tveggja ára lítillar stelpu og stefni á að útskrifast sem myndlistakennari í vor.“