Verslaðu við Elías Rúna hér á Uppskeru Listamarkaði.
Elías Rúni er myndasöguhöfundur, myndlýsir og grafískur hönnuður með BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og diplómur í myndasögum frá ÉESI í Angoulême og teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hann hefur gefið út tvær myndasögur, Plöntuna á ganginum (meðhöfundur: Elín Edda) og Kvár.
Elías hefur meðal annars unnið myndasögur um kynjatvíhyggju fyrir Vía og siðferði stjórnmálamanna í samhengi við Klaustursmálið fyrir myndasögutímaritið The Nib.
Sjá má fleiri verk á eliasruni.com