11. desember 2019

Um hríð

Einu sinni þekkti ég konu 
sem sagði í stórum hópi kvenna: 
Ég er sko engin slæðukerling!

Í kjölfarið ríkti þögnin ein um hríð, 
um langa hríð. 

Þessi kona, 
sem ég er að vísu bara málkunnug, 
notaði hríðina til þess að hugsa 
um slæður og konur 
og um það að vera úti í kulda og hríð. 

Og hríðin varð konunni til góðs, 
henni skildist að slæður verja konur 
fyrir kulda og hríðarbyl. 

Þessi kona, 
sem ég þekki núna að góðu einu, 
taldi nýlega slæðurnar sínar 
og gladdist því nú á hún 
nógu margar slæður 
til þess að hrópa yfir stóran hóp kvenna: 

Ég er sko algjör slæðukerling!



um hríð

———



(KONUDAGS)LISTALJÓÐSKONUR

baráttukonur
afrekskonur,
verkalýðshetjur,
launakonur, láglaunakonur, sjálfboðnar konur,
hvunndagshetjur,
pólitíkur,
pólfarar,
skáld,
mæður, systur, dætur, ömmur, eigineignarkonur
athafnaskáld,
stjórnendur,
sameinendur,
skrifstofustjórar,
ræstitæknar,
prinsessur, skvísur, blómarósir, sætulísur,
samningatæknar,
erindrekar,
forsetar,
fróðar konur,
læknar, ljósur, prestar, dómarar,
fræðingar,
lífskúnstnerar,
listakonur,
bílstjórar,
bensínstöðvakonudagsblómakonur



















— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Uppistand: Fyndnustu, heitustu og heilögustu mínar

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Sjálfsákvörðunarréttur kvenna: Ég ræð mér sjálf

næsta grein
Hláka


Lesa meira um...

Um hríð