Ljóð: Kona

12. mars 2019

Höfundur:
Eva Huld
   
Myndahöfundur:
Eva Sigurðardóttir
@evasigurdar
@evasig__
evasigurdar.com


Ég er tilfinningasprengja
ég er kona
já svona
vertu sexý vertu hljóð
vertu alfarið góð
komdu nær er hann færir sig fjær.

Ég er Eva ég er Adam
Ég má allan skalann
Ég er sjálf hóran í Babelón.

Ég er feit
ég er stór
Ég er hafsjór
þú ert flór.

Ég græt en ég læt
ei valta yfir mig.

Af rifi er ég komin
og rifin skal ég verða
margbrotin, þrotin en
rís alltaf aftur upp.

Ég er kona
ég mun
jarða þig
lifandi
tifandi, af hræðslu.

Það er mín blessun og mín bölvun
að berjast
og
stand‘alltaf aftur upp
fyrir dætur þessa
alsnægtar lands.

Ykkar tími er liðinn
ég er skriðin
undan feldnum, sem þú
hrúgaðir á mig
er orðin sterk
undan þrýstingnum
og neita
alfarið að beita
og mig skreita
með, þínum skoðunum

Ég fékk boðun um að horfa upp og klifra hátt
upp á axlir allra þeirra sem á undan hafa farið
María Magdalenda og
Sóley Tómasdóttir, með áfallastreitu eftir stríðið
undan þunganum af því að neita
að leggjast flöt
vera, sexý, vera hljóð
vera tól
feðraveldisins.

Alveg geldir eftir aldagamla velmegun
aldrei nóg, hvað næst
ég er
orðin focking æst
við viljum meira, stærrri draum
annarskonar félagstaum.
Þar sem laun endurspegla mig en ekki hann.

Þrælslund sem situr eins og valdið vill
andar inn og út
spillt
ég er villt
ég er þyrnir í
þínu
lata auga
passa illa í þennan,
rotna ramma
reynd‘að gjamma frá þér allt vit
ég er komin til að vera
vittu til
ég vil
meiri jöfnuð
já, farðu frá já, ég vil
ekki meiða
þú ert bleyða röngu megin í
mannkynssögunni

Reynd‘að þekkja reynd‘að skilja
minn vilja
þú mátt
enn víkja
ég vil
ekki ýta en
þú veltir ekki frá þér gosinu.

Eins og Hekla mun ég sprengja
þetta kerfi
minn tími er kominn
Jóhanna Sig
vittu til.

Kynjakerfið er brotið
það var rotið,
glerþakið alsbert, illa hert
Við viljum ekki leika
eftir ykkar lúnu reglum og neglum
fyrir gluggana, þett´er búið spil
ekkert kynjabil,
runnið niður milli þils og veggjar
ég sprengdi upp, alla hæðina.

Fyrirtíðarspenna?
ég mun brenna
þetta kerfi til kaldra kola
hætt´að vola
allt er falt, fallvalt
ískalt, tussa.

Ég er tík
ég er drusla
þú getur ekki
tuskað mig til
ég er kona

Vanfær um að taka mark á
þvaðrinu í þér
þett‘er löngu orðið focking leim
hætt‘að reyna
að treina
dauðastríð

farðu heim.

Myndir: Eva Sigurðardóttir






— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: